5 Mars 2020 16:00
Erlendur karlmaður sem gekk berserksgang í N1 og Nettó á Selfossi um miðjan dag í gær var í dag úrskurðaður í Héraðsdómi Suðurlands, í gæsluvarðhald til 2. apríl n.k. Maður þessi hafði skömmu áður verið aðstoðaður af fangavörðum við að komast í strætó á Selfossi eftir að Landsréttur hafði úrskurðað um að hann skildi látinn laus úr gæsluvarðhaldi sem Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað hann í. Úrskurðurinn byggir á b lið 115 gr. útlendingalaga og b, c og d liðar 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008