27 Febrúar 2020 13:24
Til að tryggja upplýsingaflæði til farþega í Norrænu og á alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum munu, af hálfu Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, leiðbeiningar sendar þeim með SMS skilaboðum þegar þeir koma til landsins. Þar er meðal annars leiðbeint um viðbrögð leiki grunur á smiti.
Íbúar á Seyðisfirði og Egilsstöðum kunna að fá þessi skilaboð einnig. Er beðist velvirðingar á því en áréttað hér að tilgangurinn er fyrst og fremst að ná til farþega sem eru að koma erlendis frá.