1 September 2006 12:00
Við tollafgreiðslu Norrænu í gær 31. ágúst 2006 á Seyðisfirði fundust fíkniefni við hefðbundið tolleftirlit.
Kveðnir haf verið upp úrskurðir í málinu um gæsluvarðhald í 4 vikur í héraðsdómi Austurlands. Málið hefur verið afhent fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík.
Við afgreiðsluna í gær naut embætti sýslumannsins á Seyðisfirði aðstoðar tollvarðar frá embætti Tollstjórans í Reykjavík, lögreglumanns og tollvarða frá embætti sýslumannsins á Eskifirði, lögreglumanna frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli. Þá voru einnig notaðir fíkniefnahundar frá Tollstjóranum í Reykjavík og sýslumanninum á Eskifirði.