4 Ágúst 2006 12:00
Nýr bíll fór í umferð hjá sérsveit ríkislögreglustjórans nú í dag. Þetta er Volvo XC70 bensín / turbo með 2.5 lítra öflugri vél. Bíllinn er útbúinn samkvæmt útboðslýsingu ríkislögreglustjórans og má þar nefna tölvustýrða stöðugleikastýringu, hleðsudempara og sérstyrkt hemlakerfi. Allur forgangsbúnaður bílsins er nýr ásamt Golden Eagle 2 radartæki, Eyewitnes Digital upptökubúnaði, tetra Cleartone talstöð, VHF talstöð og NMT síma. Þá er ýmiss sérbúnaður sérsveitarainnar í bílnum og þjófavörn tengda tetra.
Lögreglustjórinn á Selfossi fékk nýjan bíl í dag sem notaður verður nú um verslunarmannahelgina. Þetta er öflugur Nissan Patrol jeppi á 33″ hjólbörðum og sérstyrktum felgum. Allur búnaður bílsins er nýr og má þar nefna forgangsbúnað lögreglu, nýjan Golden Eagle 2 radar, tetra Cleartone talstöð ásamt VHF talstöð og NMT síma. Lögreglan á Selfossi sinnir stóru svæði og oft þarf hún að fara um vegleysur og mun þessi bíll eflaust reynast vel við þær aðstæður.