9 Janúar 2006 12:00
Mikil viðhöfn var við landamæraeftirlit á Egilsstaðaflugvelli í síðustu viku. Tvær flugvélar komu á fimmtudaginn frá Póllandi, ein flugvél kom frá Póllandi á föstudag og tvær flugvélar á sunnudagskvöld, önnur frá Ítalíu og hin frá Kaupmannahöfn. Samtals fóru í gegnum Egilsstaðaflugvöll með þessum fimm flugvélum um 900 farþegar en langflestir vinna við Kárahnjúka og á Reyðarfirði.Tollyfirvöld höfðu mikinn viðbúnað við komu vélanna. Liðsinntu Tollstjórinn í Reykjavík, Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, Ríkislögreglustjóri sem og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslan, Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli og Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumanninum á Seyðisfirði við fíkniefnaleit, tollskoðun og vegabréfaeftirlit. UM 90 kæruskýrslur voru gerðar en mikið er um tilraunir til að taka með sér matvæli, vín og tóbak til landsins umfram heimildir. Tvö fíkniefnamál komu upp en um lítilsháttar efni var að ræða. Fimm fíkniefnahundar tóku þátt í leitinni í allt.