5 Október 2005 12:00

Samkvæmt beiðni breskra lögregluyfirvalda (Serious Fraud Office) um samstarf og samvinnu vegna rannsóknar á skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti, framkvæmdi efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í Reykjavík í dag.  Húsleitirnar hófust í morgun og á sama tíma voru framkvæmdar á annan tug húsleita víðsvegar um Bretland vegna málsins og sjö einstaklingar handteknir þar í landi.
 
Bresk lögregluyfirvöld rannsaka umfangsmikil fjársvik í Bretlandi og peningaþvætti sem felst í því að koma afrakstri ætlaðra fjársvika undan.  Fjársvikin eru talin felast í kerfisbundinni sölu hlutabréfa í fyrirtækjum með blekkingum, röngum og villandi upplýsingum um fyrirtæki og væntanlega skráningu bréfa í kauphöll.  Brotastarfsemin er talin hafa staðið um nokkurra missera skeið og grunaðir einstaklingar í málinu búa og starfa víðsvegar í Evrópu.
 
Að húsleitum, almennri gagnaöflun, m.a. leit í tölvum, handtökum og yfirheyrslum vinna fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildar.
 
Frekari upplýsingar um rannsókn breskra lögregluyfirvalda veitir Jina Roe, SFO Press & Information, sími 02072397000, fax 02078371173, netfang www.sfo.gov.uk.

Ríkislögreglustjórinn,5. október 2005.

Samkvæmt beiðni breskra lögregluyfirvalda (Serious Fraud Office) um samstarf og samvinnu vegna rannsóknar á skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti, framkvæmdi efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í Reykjavík í dag.  Húsleitirnar hófust í morgun og á sama tíma voru framkvæmdar á annan tug húsleita víðsvegar um Bretland vegna málsins og sjö einstaklingar handteknir þar í landi.

Bresk lögregluyfirvöld rannsaka umfangsmikil fjársvik í Bretlandi og peningaþvætti sem felst í því að koma afrakstri ætlaðra fjársvika undan.  Fjársvikin eru talin felast í kerfisbundinni sölu hlutabréfa í fyrirtækjum með blekkingum, röngum og villandi upplýsingum um fyrirtæki og væntanlega skráningu bréfa í kauphöll.  Brotastarfsemin er talin hafa staðið um nokkurra missera skeið og grunaðir einstaklingar í málinu búa og starfa víðsvegar í Evrópu.

Að húsleitum, almennri gagnaöflun, m.a. leit í tölvum, handtökum og yfirheyrslum vinna fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildar.

Frekari upplýsingar um rannsókn breskra lögregluyfirvalda veitir Jina Roe, SFO Press & Information, sími 02072397000, fax 02078371173, netfang www.sfo.gov.uk.

Ríkislögreglustjórinn,5. október 2005.