31 Október 2005 12:00
Árlegur fundur ríkislögreglustjóra með öllum lögreglustjórum var haldinn föstudaginn 28. október á Nordica hotel í Reykjavík.
Á meðal efnis á fundinum var kynning á evrópskri fórnarlambakönnun sem embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu að og rannsókn embættisins á heiðarleika lögreglumanna og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Þá var fjallað um málefni útlendinga og störf Vinnumálastofnunar á því sviði og verkefni Útlendingastofnunar.
Erindi fluttu þau Helgi Gunnlaugsson prófessor við Háskóla Íslands, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar, og Unnur Sverrisdóttir forstöðumaður stjórnsýslusviðs, Ragnheiður Böðvarsdóttir forstöðumaður stjórnsýslusviðs Útlendingastofnunar, og frá embætti ríkislögreglustjóra, Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri, Rannveig Þórisdóttir félagsfræðingur, Ólafur Örn Bragason sálfræðingur, Sigurgeir Ó. Sigmundsson lögreglufulltrúi, Guðbrandur Guðbrandsson lögreglufulltrúi, og Steinar D. Adolfsson lögfræðingur.
Fundarstjóri var Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Myndirnar voru teknar af fundinum.