1 Júlí 2005 12:00
Í dag hefja fjórir lögreglumenn störf í sérsveit ríkislögreglustjórans með starfsaðstöðu hjá lögreglunni á Akureyri. Þeir munu starfa sem stoðdeild við lögregluliðin á Norður- og Austurlandi. Sérsveitarmennirnir munu hafa það hlutverk að styrkja lögregluliðin í umdæmunum og jafnframt veita þeim aðstoð við almenn löggæslustörf eftir því sem þörf er á hverju sinni. Með þessari ráðstöfun skapast einnig aukin tækifæri til þess að sinna margvíslegum átaksverkefnum í samvinnu við lögregluliðin og að sérsveitin geti brugðist skjótar við þegar þörf krefur.