13 Júlí 2005 12:00
Aðra viku sérstaks umferðareftirlits á vegum ríkislögreglustjóra voru 202 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Er það nokkuð færri en var fyrstu viku eftirlitsins sem hófst 28. júní sl. en þá voru 247 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Auk þeirra 202 sem voru kærðir fyrir of hraðan akstur síðustu vikuna voru tveir ökumenn grunaðir um ölvun við akstur, tvær kærur voru vegna vanrækslu á notkun öryggisbelta og kærur vegna annarra umferðarlagabrota voru 17.
Hert umferðarlöggæsla á þjóðvegum landsins er alla daga vikunnar og mun henni áframhaldið til 1. október nk.