30 Júní 2005 12:00
Ríkislögreglustjóri, vegna 12 lögregluliða, og Umferðarstofa hafa gert með sér samkomulag um sérstakt aukið umferðareftirlit á þjóðvegi 1 frá Reykjavík að Hvolsvelli og frá Reykjavík um Norðurland að Húsavík. Eftirtalin embætti koma að samstarfi þessu auk ríkislögreglustjóra: Lögreglustjórinn í Reykjavík, Kópavogi, Borgarnesi, Selfossi, Hvolsvelli, Akranesi, Hólmavík, Búðardal, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.
Samningurinn er gerður á grundvelli umferðaröryggisáætlunar í þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008. Framkvæmd þingsályktunartillögunnar er undir stjórn samgönguráðuneytisins í samráði við Umferðarstofu, Vegagerðina og ríkislögreglustjóra.
Umferðarstofa, af hálfu samgönguráðuneytisins, greiðir fyrir útselda vinnu og akstur lögreglubifreiða vegna þessa eftirlits sem er viðbót við annað umferðareftirlit viðkomandi lögregluembætta. Þá fjármagnar Umferðarstofa kaup á sex ratsjártækjum með upptökubúnaði á samningstímanum sem er til 1. október 2005. Samtals er varið 40,0 mkr vegna þessa verkefnis.
Hægt er að nálgast samninginn hér.