4 Apríl 2005 12:00

Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar dóms héraðsdóms Reykjavíkur frá 31. mars sl. í máli lögreglumanns fyrir brot í opinberu starfi og brot á umferðarlögum og yfirlýsingar framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna og fréttatilkynningar sambandsins vill ríkislögreglustjóri vekja athygli á eftirfarandi.
 
Ekki er unnt að taka undir þá fullyrðingu að vinnubrögð lögreglu við eftirför og stöðvun ökutækja sé í óvissu. Í gildi er stefnumörkun og verklagsreglur hjá lögreglu um stöðvun ökutækja og fleira sem ríkislögreglustjóri gaf út 14. janúar 2000.  Þá hafa reglur um neyðarakstur verið endurskoðaðar og gefnar út af samgönguráðherra 1. júlí 2004.  Áður giltu reglur um sama efni sem dómsmálaráðherra gaf út 26. febrúar 1988.
 
Verklagsreglur lögreglu á þessu sviði eru skýrar. Þær eru meðal annars kenndar við Lögregluskóla ríkisins. Lögreglan þarf hins vegar í störfum sínum ætíð að vega og meta annars vegar hversu brýn sú þörf er að stemma stigu við ólögmætri hegðun og upplýsa afbrot og hins vegar að meta þá hættu sem skapast getur af nauðsynlegri lögregluaðgerð eins og eftirför.  Hér getur verið um erfitt mat að ræða.  Mikilvæg regla í þessu sambandi er að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni og í þessum málaflokki þarf að vega hagsmuni þá sem í húfi eru hverju sinni.
 
Ríkislögreglustjóri, 4. apríl 2005.
 

Vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar dóms héraðsdóms Reykjavíkur frá 31. mars sl. í máli lögreglumanns fyrir brot í opinberu starfi og brot á umferðarlögum og yfirlýsingar framkvæmdastjóra Landssambands lögreglumanna og fréttatilkynningar sambandsins vill ríkislögreglustjóri vekja athygli á eftirfarandi.

Ekki er unnt að taka undir þá fullyrðingu að vinnubrögð lögreglu við eftirför og stöðvun ökutækja sé í óvissu. Í gildi er stefnumörkun og verklagsreglur hjá lögreglu um stöðvun ökutækja og fleira sem ríkislögreglustjóri gaf út 14. janúar 2000.  Þá hafa reglur um neyðarakstur verið endurskoðaðar og gefnar út af samgönguráðherra 1. júlí 2004.  Áður giltu reglur um sama efni sem dómsmálaráðherra gaf út 26. febrúar 1988.

Verklagsreglur lögreglu á þessu sviði eru skýrar. Þær eru meðal annars kenndar við Lögregluskóla ríkisins. Lögreglan þarf hins vegar í störfum sínum ætíð að vega og meta annars vegar hversu brýn sú þörf er að stemma stigu við ólögmætri hegðun og upplýsa afbrot og hins vegar að meta þá hættu sem skapast getur af nauðsynlegri lögregluaðgerð eins og eftirför.  Hér getur verið um erfitt mat að ræða.  Mikilvæg regla í þessu sambandi er að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni og í þessum málaflokki þarf að vega hagsmuni þá sem í húfi eru hverju sinni.

Ríkislögreglustjóri, 4. apríl 2005.