18 Apríl 2005 12:00
Embætti ríkislögreglustjóra hefur fengið sterk viðbrögð við röngum og villandi fréttaflutningi Fréttablaðsins um bílamál lögreglunnar.
Á síðustu árum hefur embættið beitt sér fyrir endurnýjun alls bílaflota lögreglunnar og áætlar ríkislögreglustjóri að á þessu ári verði keyptir 25 nýir lögreglubílar fyrir um 100 miljónir króna. Með þessum kaupum er verið að endurnýja hluta bílaflotans sem er í samræmi við stefnu embættisins um viðhald og endurnýjun ökutækja lögreglunnar. Tveir lögreglubílar koma í staðinn fyrir bíla sem skemmst hafa í umferðaróhöppum, lögreglan í Reykjavík fær 10 bíla en önnur embætti fá einn til tvo.