2 Febrúar 2005 12:00
Ríkislögreglustjóri efndi til fundar með fréttamönnum í dag þar sem gerð var grein fyrir störfum kennslanefndar ríkislögreglustjóra á Phuket eyju í Taílandi. Á fundinum gerðu þau Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sigríður Rósa Víðisdóttir, tannlæknir, og Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, sem öll eru í kennslanefnd, grein fyrir aðstæðum sem þau unnu við, skipulagi og umfangi þessa ótrúlega viðfangsefnis þar sem margir fórust við Indlandshaf á annan dag jóla.
Myndir frá fundinum
Myndir frá Phuket eyju