24 September 2004 12:00
Á morgun laugardaginn 25. september verður hópslysaæfing haldin á Reykjavíkurflugvelli. Líkt verður eftir brotlendingu flugvélar með um 90 farþega. Reynt verður á getu viðbragðsaðila en þó fyrst og fremst á samvinnu þeirra. Skipulag viðbragðsaðila miðast við drög að nýrri flugslysaáætlun sem er í lokavinnslu, segja má að þessi æfing sé prófsteinn á þessa áætlun. Sá lærdómur sem dreginn verður af þessari æfingu verður færður inn í áætlunina og hún formlega gefin út síðar í haust.
Drög að þessari áætlun má nálgast hér.
Reikna má með að um 600 þátttakendur verði á þessari æfingu og verða verkefnin bæði á vettvangi og eins í stjórnstöð aðgerðarstjórnar almannavarna á höfðuborgarsvæðinu sem og í samhæfingarstöð almannavarna.