9 Mars 2004 12:00
Dagana 8. – 10. mars stendur sérsveit ríkislögreglustjórans fyrir námskeiði um samningatækni lögreglu við hættulega brotamenn og einstaklinga sem eru í sjálfsvígshugleiðingum. Námskeiðið er haldið í samvinnu við bandarísku alríkislögregluna FBI sem hefur um langt skeið verið leiðandi á þessu sviði. Fyrirlesari á námskeiðinu er Special Agent Liane McCarthy en hún hefur mikla reynslu á þessu sviði og tilheyrir útkallshópi bandarísku alríkislögreglunnar FBI í þessum málaflokki.
Námskeiðið er ætlað samningahópi sérsveitar ríkislögreglustjórans. Samvinna milli samningahóps og sérsveitar er fast skipulag hér á landi og er ætlað að tryggja að lögreglan beiti aldrei meira valdi en nauðsynlegt er í aðgerðum sínum gegn hættulegum brotamönnum. Þá mun Liane McCarthy flytja erindi fyrir stjórnendur í lögreglu um stjórnun á vettvangi sérsveitaraðgerða.
Samningahópur sérsveitar ríkislögreglustjórans hlýðir á Liane McCarthy frá bandarísku alríkislögreglunni FBI
Ljósmynd: Júlíus Sigurjónsson
Ljósmynd: Júlíus Sigurjónsson