15 Maí 2018 15:42
Ein kæra vegna eignaspjalla liggur fyrir eftir vikuna en um var að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð fyrir utan Strembugötu 15 að kvöldi 6. maí sl. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem telja sig hafa upplýsingar um það eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis í vikunni sem leið.
Þá liggja fyrir 5 kærur vegna brota á umferðarlögum þar sem í flestum tilvikum var um að ræða ólöglega lagningu ökutækis.
Eins og eigendur ökutækja á að vera kunnugt um þá er tími nagladekkjanna liðinn á þessu vori og mun lögreglan byrja að sekta þá sem aka um á nagladekkjum frá og með 15. maí. Rétt er að minna á að sekt fyrir hvern nelgdan hjólbarða er kr. 20.000,-.