27 September 2017 14:12
Átak gegn ólöglegri atvinnustarfsemi stendur nú yfir í umdæmum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Lögreglunnar á Suðurnesjum. Markmið átaksins er að ganga úr skugga um hvort einhverjir atvinnurekendur séu með fólk í vinnu án tilskilinna leyfa. Jafnframt er lagt mat á lögmæti dvalar útlendings, svo og athugað hvort lögbundnar skatt- og gjaldgreiðslur séu til staðar.
Að verkefninu koma Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglan á Suðurnesjum, Ríkisskattstjóri, Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun.
Atvinnurekendur geta því gert ráð fyrir að fyrirtæki þeirra verði sótt heim af fulltrúum ofangreindra stofnana án fyrirvara.