4 September 2017 20:49
Þessa vikuna sinnti Lögreglan á Austurlandi 108 málum, bæði frumkvæðismálum sem og málum sem komu inná borð hennar. Að venju voru það hraðakstursmál sem báru hæst en 26 ökumenn voru sektaðir fyrir að aka of hratt og sá sem hraðast ók var mældur 131 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Auk þessa var einn ökumaður mældur á 56 km/klst þar sem hámarkshraði er 30 km/klst sem er nærri tvöfaldur hámarkshraði á þeim vegarkafla.
Nokkur umferðaróhöpp urðu í umdæminu en ekkert alvarlegt en þá má telja mikla mildi að ekki varð stórslys þegar farþegi sem var á palli bifreiðar sem ekið var innanbæjar féll af palli bifreiðarinnar. Sá var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Sjúkrahúsið í Neskaupstað.
Enn er nokkuð um að ekið sé á búfé umdæminu og komu áttu tilkynningar til lögreglu að ekið hafi verið á búfé. Einnig var tvisvar tilkynnt um hesta á vegi í umdæminu.
Þá féll karlmaður í stiga í Neskaupstað þar sem hann var að sinna viðhaldi, sá slapp með minniháttar meiðsl.
Tilkynnt var um ölvaðan mann með sverð, lögreglu tókst að afvopna manninn fljótt og vel og koma honum í fangageymslu þangað til víman rann af honum. Hafði hann ekki ógnað neinum eða hótað með sverðinu.