31 Ágúst 2017 15:16

Framundan eru haustsmalanir með tilheyrandi umferð gangandi, ríðandi og akandi smala að ógleymdu sauðfénu sem þeir reka á undan sér.   Fyrir liggur að föstudaginn 8. september og laugardaginn 9. september má búast við umferðartöfum á eftirtöldum vegum í Biskupstungum vegna fjárrekstra.

Föstudaginn 8 .september 2017:

Biskupstungnabraut F35 , milli Gullfoss og Geysis frá kl. 11:30 til 13:30.

Skeiða- og Hrunamannavegur F30 við Gýgjarhól milli kl. 14:00 og 15:30.

Einholtsvegur F358 frá Kjarnholtum að Tungnaréttum frá kl. 16:00 fram á kvöld.

Laugardaginn 9. september 2017:

Biskupstungnabraut F35 frá Vatnsleysu að Múla frá kl. 13:00 og fram eftir degi.

Einholtsvegur F358 frá Tungnaréttum að Gýgjarhólskoti frá kl. 13:00 og fram eftir degi.

Vegfarendur eru hvattir til þess að sýna aðgát og þolinmæði í kring um fjárrekstra og um leið eru ferðaskipuleggjendur minntir á að gera ráð fyrir töfunum í sinni dagskrá.

Skv. lista á bbl.is verður réttað á eftirtöldum stöðum og dögum í og við umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi:

Suðausturland
Borgarhafnarrétt, Suðursveit, A-Skaft. laugardaginn 9. sept. um kl. 15.00
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. laugardaginn 9. sept.
Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. laugardaginn 9. sept.
Lögrétt Álftveringa í landi Holts og Herjólfsstaða Upplýsingar liggja ekki fyrir.
Skaftárrétt, V.-Skaft. laugardaginn 9. sept.
Suðurland
Austur-Landeyjaréttir hjá Grenstanga, Rang. sunnudaginn 24. sept.
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudaginn 17. sept. kl. 17.00
Fjallrétt við Þórólfsfell, Rang. mánudaginn 11. sept. kl. 10.00
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudagurinn 17. sept. kl. 11.00
Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudaginn 17. sept. kl. 11.00
Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudaginn 10. sept. Kl. 10.00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardaginn 16. sept. kl. 15.00
Hraðastaðarétt  í Mosfellsdal sunnudaginn 17. sept. kl. 13.00, seinni réttir sun. 1. okt. kl. 13.00
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudaginn 15. sept. kl. 10.00
Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Árn. laugardaginn 16. sept. Kl. 14.00, seinni réttir lau. 30. sept. kl. 14.00
Kjósarrétt í Kjós sunnudaginn 17. sept. kl. 15.00. Seinni réttir sun. 8. okt. kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. laugardaginn 23. sept. kl. 13.00
Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudaginn 21. sept. kl. 12.00
Laugarvatnsrétt, Árn. sunnudaginn 10. sept. kl. 16.30
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardaginn 16. sept. kl. 11.00
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. laugardaginn 16. sept. kl. 9.00
Selflatarétt í Grafningi mánudaginn 18. sept. kl. 9.45
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum Rang. laugardaginn 16. sept.
Selvogsrétt í Selvogi, Árn. sunnudaginn 17. sept. Kl. 9.00
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudaginn 15. sept. kl. 11.00
Tungnaréttir í Biskupstungum laugardaginn 9. sept. kl. 9.00
Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti, Rang. sunnudaginn 24. sept.
Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang. sunnudaginn 10. sept. kl 10.00
Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 16. sept. kl. 14.00
Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi sunnudaginn 17. sept. Kl. 16.00