14 Ágúst 2017 11:33
Lögreglan á Suðurnesjum kærði sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 141 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann greiddi sektina, 67.500, krónur á staðnum. Einn ökumaður til viðbótar var grunaður um ölvun við akstur.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.
Loks voru ökumenn sem allir reyndust vera réttindalausir stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Þar af var einn á þrítugsaldri sem aldrei hafði öðlast slík réttindi. Tveir til viðbótar voru jafnframt grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og sá fjórði ók sviptur réttindum.