10 Febrúar 2017 10:21
Ökumaður sem mældist í vikunni aka á 176 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund var færður á lögreglustöð í Keflavík og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Þá þarf hann að greiða 150.000 króna sekt og fær þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Auk hans kærði lögregan fimm örkumenn fyrir of hraðan akstur.
Þá voru númer fjarlægð af þremur ökutækjum, þar á meðal vörubifreið með eftirvagni, sem hvort tveggja höfðu verið boðuð í skoðun á síðasta ári vegna ástands en því hafði ekki verið sinnt.
Einn ökumaður var fluttur á lögreglustöð vegna gruns um ölvun við akstur og játaði hann brot sitt.