16 Janúar 2017 10:42
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gær reyndist aka sviptur ökuréttindum. Viðkomandi var að auki með tvo syni sína í bílnum. Barnaverndarnefnd var tilkynnt um atvikið.
Þá voru fáeinir ökumenn staðnir að hraðakstri. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km. hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.
Eitthvað var um umferðaróhöpp um helgina en þau voru minni háttar og engin alvarleg slys urðu á fólki.