6 Janúar 2017 12:43
Embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman bráðabirgðatölur um afbrot á landinu öllu árið 2016. Hegningarlagabrotum fækkar um 4% brot milli ára en skv. málaskrárkerfi lögreglu voru brotin að meðaltali 31 á dag. Haldlagt var talsvert minna magn fíkniefna árið 2016 en árið 2015. Stærstu haldlagningar ársins 2016 innihéldu kannabisefni. Einnig fækkar auðgunarbrotum milli ára og munar þar mestu um færri innbrot og hnupl. Umferðarlagabrotum fjölgar milli ára.
Bráðabirgðatölur ríkislögreglustjóra má finna hér.