11 Nóvember 2016 08:45
Búið er að loka veginum undir Hafnarfjalli vegna veðurs.
Þar eru núna ASA 28 metrar á sekúndu og slær upp í 50 metra í vindhviðum.
Ábendingar frá veðurfræðingi
Í dag er spáð SA-stormi eða roki um tíma. Reikna má með snörpum hviðum allt að 40 m/s á milli kl. 7 og 11 undir Hafnarfjalli og utantil á Kjalarnesi, samfara ausandi rigningu.
Færð og aðstæður
Óveður er á Reykjanesbraut, Grindarvíkurvegi, Sandskeiði, Kjalarnesi, i Hvalfirði, og undir Hafnarfjalli. Þá eru hálkublettir á Brötubrekku.