7 Nóvember 2016 10:36
Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrakvöld reyndist vera aðeins sextán ára og því ekki með ökuréttindi. Með honum í bílnum voru tveir farþegar á svipuðum aldri. Lögregla ræddi við forráðamenn unglinganna og tilkynning var send til barnaverndarnefndar.
Annar ökumaður á þrítugsaldri sem lögregla hafði áður haft afskipti af reyndist einnig vera réttindalaus. Hann hafði ekið á kyrrstæða bifreið og var grunaður um að vera ölvaður undir stýri.