6 September 2016 13:16
Víða í sveitum landsins eru fjallmenn nú að smala eða undirbúa smölun og réttir. Þannig má finna á vef Bláskógabyggðar eftirfarandi upplýsingar:
Föstudaginn 9. sept og laugardaginn 10. sept má búast við umferðartöfum á eftirtöldum vegum í Biskupstungum vegna fjárrekstra.
Föstudaginn 9 .sept
Biskupstungnabraut (vegur 35) , milli Gullfoss og Geysis frá kl: 11:30 til 13:30.
Skeiða- og Hrunamannavegur (vegur 30) við Gýgjarhól milli kl.: 14:00 og 15:30.
Einholtsvegur (vegur 358) frá Kjarnholtum að Tungnaréttum frá kl:16:00 fram á kvöld.
Laugardaginn 10. sept
Biskupstungnabraut (vegur 35) frá Vatnsleysu að Múla frá kl:13:00 og fram eftir degi.
Einholtsvegur (vegur 358) frá Tungnaréttum að Gýgjarhólskoti frá kl:13:00 og fram eftir degi.
Á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir:
Skaftholtsréttir verða þann 16. september og hefjast kl. 11:00. Þann dag verður vegur 32. lokaður fyrir umferð út úr sveitinni frá kl. 16:00 -20:00 frá Árnesi að Reykjaréttum.
Í Skaftárhreppi er réttardagur þann 10. september en þar er réttað í Skaftárrétt kl. 09:00 Fossrétt kl. 13:00 og Grafarrétt kl. 10:00
Þetta er aðeins hluti þeirra fjárrétta og rekstra sem við er að búast næstu vikurnar og mikilvægt að vegfarendur hagi akstri í samræmi við þær hættur sem þetta hefur í för með sér. Bæði gagnvart búfénaði og smölunum sjálfum. Jafnframt hvetjum við smala til að vera vel sýnilega og gjarnan í endurskinsvestum.