18 Apríl 2016 11:11
Ökumaður sem var á ferð eftir Reykjanesbraut um helgina mældist á 173 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90. km. á klukkustund. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Annar ökumaður sem mældist á 123 km. hraða, einnig á Reykjanesbraut, hafði ekki náð 18 ára aldri. Lögreglan á Suðurnesjum hafði því samband við aðstandendur viðkomandi og gerði þeim grein fyrir brotinu, auk þess sem sektarboð var sent út. Loks voru höfð afskipti af ökumanni sem ók bifreið með leyfða heildarþyngd yfir 3.500 kg. en hafði ekki til þess réttindi.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru á ferð, ýmist óskoðaðar eða ótryggðar, í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.