22 Janúar 2016 09:23
Hegningarlagabrot voru 6% fleiri árið 2015 en meðaltal brota árin 2012-214, sem má rekja m.a. til aukins fjölda ofbeldisbrota og brota gegn friðhelgi einkalífs. Þetta sýna bráðabirgðatölur um afbrot á landsvísu 2015. Þannig voru ofbeldisbrot 35% fleiri og brot gegn friðhelgi einkalífs 29% fleiri. Aukninguna má a.m.k. að hluta reka til aukinnar áherslu lögreglu á heimilisofbeldismál. Þá voru auðgunarbrot 3% fleiri miðað við meðaltal 2012-14, en þau voru fleiri 2015, eftir að hafa farið jafnt og þétt fækkandi frá árinu 2009.
Gögnin voru tekin úr málaskrárkerfi lögreglunnar í 7. janúar 2015.
Mynd 1. Fjöldi brota árin 2006 til 2015 eftir brotaflokkum og aukning/fækkun árið 2015 miðað við meðaltal 2012-2014.
Skýrsluna í heild sinni má finna hér.