21 Desember 2015 08:48
Góð tíð hefur verið hjá lögreglumönnum á Suðrlandi að undanförnu og ekkert stórvægilegt kom uppá. Skráð umferðaróhöpp voru 14.
Karlmaður í Þorlákshöfn var úrskurðaður, af lögreglustjóra, í nálgunarbann eftir að hafa brotið gegn sambýliskonu sinni.
Ökumaður vörubifreiðar var stöðvaður á Selfossi fyrir helgi vegna gruns um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Hald var lagt á smávegis af hvítu dufti sem maðurinn var með á sér. Duftið verður sent til rannsóknar.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur í Rangárþingi. Annar þeirra hafði ekið útaf Suðurlandsvegi við Hvítanes. Í hinu tilvikun ók ökumaður útaf Suðurlandsvegi við Eystri Rangá. Bifreiðin fór á hvolf og þurfti klippubúnað til að ná manninum út úr henni. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæslustöðina á Selfossi. Þar kom í ljós að hann var með minni háttar áverka.