Umferðaeftirlit
18 Desember 2015 11:06

Frá og með næstu áramótum mun umferðaeftirlit það sem áður var í höndum Samgöngustofu færast til lögreglunnar. Um er að ræða eftirlit með akstri ökutækja sem eru meira en 3,5 tonn að leyfðri heildarþyngd. Snýr eftirlitið einkum að aksturs- og hvíldartíma ökumanna og notkun ökurita, stærð, heildarþyngd og ásþunga ökutækja, auk hleðslu, frágangi og merkingu farms.​

Það verða lögreglustjórarnir á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi eystra sem munu bera ábyrgð á verkefninu. Ástæður þess að farið var í þessar breytingar eru þær að mat aðila sem að málinu koma er það að samlegðaráhrif og hagræði séu fólgin í því að fela lögreglu þetta verkefni. Með verkefninu færast bifreiðar sem notaðar hafa verið til verkefnisins auk fjárveitinga sem nema u.þ.b. 117 milljónum á ársgrundvelli, frá Samgöngustofu til lögreglu og deilast niður á þessi þrjú lögregluembætti.​

Umferðaeftirlit

Umferðaeftirlit

Lögreglan

Lögreglan