14 September 2015 15:59
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í liðinni viku án þess þó að um alvarleg mál hafi verð að ræða. Töluverður erill var um helgina og nokkuð um að lögreglan þurfti að aðstoða fólk sökum ölvunarástands þess. Þá var eitthvað um að kvartað væri yfir hávaða í tengslum við skemmtanahald fólks.
Að morgni 7. september sl. var óskað eftir aðstoð lögreglu að húsi hér í bæ vegna veikinda. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndi einn, sem var gestkomandi í húsinu, að hindra lögreglu í að sinna verkum sínum. Endaði það með því að gesturinn var handtekinn og fékk hann gistingu í fangageymslu lögreglu. Má hann búast við að mál hans endi hjá ákæruvaldinu. Sá veiki var hins vegar fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Töluverð ölvun var í gangi í umræddu húsi.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða minniháttar óhapp, en engin slys á fólki.