21 Ágúst 2015 16:14
Í sumar fór fram árlegt Viðeyjarsund sérsveitarmanna. Að þessu sinni var aðeins um einn sundmann að ræða en alla jafna eru fleiri sem synda. Jón Kristinn Þórsson er mikill sjósundskappi og lætur sig aldrei vanta þegar sjósund fer fram. Hann er að undirbúa sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar og er Viðeyjarsund ágæt æfing fyrir það. Í Viðeyjarsundi er synt er frá bryggjunni í Viðey til Reykjavíkurhafnar og komið upp við Hörpu. Sjáfarhiti var aðeins 10 gráður og nokkur öldugangur og tók sundið 1 klukkustund og 47 mínútur. Nokkrir sérsveitarmenn hafa klárað þetta sund eins og áður segir og er þetta nokkur þolraun ef sjáfarhiti er ekki meiri, en í sumar hefur sjórinn verið með kaldara móti.