10 Ágúst 2015 01:23
Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mætti á vettvang reyndist þar vera fyrir maður á fimmtugsaldri sem á sér sögu um ofbeldi. Varð maðurinn mjög ósáttur við afskipti lögreglu og veittist að lögreglumönnum. Er handtaka átti manninn náði hann að komast inn í íbúðina og loka á eftir sér. Sagðist maðurinn vera með skotvopn og samkvæmt tilkynningum sem bárust var talið að skothvellir hafi heyrst á svæðinu. Var Sérsveit ríkislögreglustjóra því kölluð á vettvang og ástand á vettvangi tryggt þannig að sem minnst hætta stafaði af.
Maðurinn var handtekin á fyrsta tímanum í nótt og er málið til rannsóknar. Sérsveit ríkislögreglustjóra stýrði aðgerðum á vettvangi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um lokanir á svæðinu.