28 Maí 2015 12:20
Alvarlegt slys varð á Útnesvegi við Hellissand á Snæfellsnesi um klukkan níu í morgun og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á vettvang vegna slyssins. Sjúkrabifreiðar úr Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi voru kallaðar til ásamt tækjabifreið frá slökkviliði Snæfellsbæjar.
Þarna hafði jeppabifreið með 6 erlendum ferðamönnum farið margar veltur og endað utan vegar. Tveir farþeganna eru alvarlega slasaðir og voru þeir fluttir með þyrlu til Reykjavíkur ásamt maka annars þeirra. Nota þurfti klippur til að ná einum farþeganum út úr bílnum. Þrír sem voru minna slasaðir voru fluttir með sjúkrabílum suður til Reykjavíkur. Rannsókn á vettvangi er hafin.