21 Apríl 2015 10:19
Karlmaður og kona voru tekin með stolin vegabréf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærdag við vegabréfaskoðun til Kanada. Þegar lögreglan á Suðurnesjum ræddi við þau framvísuðu þau réttum skilríkjum. Þau voru handtekin og flutt á lögreglustöð.
Í fyrradag stöðvuðu tollverðir karlmann sem framvísað hafði vegabréfi er reyndist vera breytifalsað við nánari athugun. Við leit í farangri hans fannst annað vegabréf sem hann kvaðst vera réttmætur handhafi að. Hann var einnig handtekinn og færður á lögreglustöð.