20 Mars 2015 16:29
Ökumaður var handtekinn í gærkvöld í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hann hafði orðið uppvís að ölvunarakstri. Hann hafði ekki virt stöðvunarskyldu og þegar lögreglumenn ræddu við hann fannst af honum áfengislykt. Auk ölvunarakstursins viðurkenndi hann neyslu á amfetamíni sem sýnatökur á lögreglustöð staðfestu.
Þá hafa nokkrir ökumenn verið staðnir að hraðakstri á Reykjanesbraut á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 134 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.