9 Mars 2015 14:08
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af nokkrum einstaklingum vegna fíkniefnabrota á undanförnum dögum. Einn þeirra var stöðvaður vegna þess að hann ók of hratt. Hann var grunaður um fíkniefnaakstur og framvísaði að auki sterum í poka. Annar ökumaður, sem varð uppvís að fíkniefnaakstri var með kannabisefni í bifreið sinni. Tveir ökumenn til viðbótar höfðu neytt fíkniefna að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu.
Þá fundust kannabisefni og sveppir, auk óþekkts hvíts efnis í tveimur ílátum í húsnæði í umdæminu.
Loks kom dyravörður á skemmtistað í umdæminu á lögreglustöð með tvo kannabispoka sem fundist höfðu á karlasalerni á viðkomandi skemmtistað.