2 Mars 2015 11:32
Bifreið var ekið á hús í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn var kominn inn í verslun, sem er í húsnæðinu sem hann ók á, þegar lögreglu bar að garði. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum og kvaðst hafa ætlað að tilkynna óhappið daginn eftir, þ.e. í dag. Skemmdir urðu á bifreiðinni og húsnæðinu.
Þá varð árekstur um helgina þegar köttur hljóp í veg fyrir bifreið í Njarðvík. Ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina til að keyra ekki yfir köttinn og við það hafnaði önnur bifreið aftan á henni.
Loks voru nokkrir ökumenn staðnir að hraðakstri eða því að sinna ekki stöðvunarskyldu. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar.