9 Febrúar 2015 12:03
Eldur blossaði upp í kyrrstæðri bifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld. Eigandinn hafði verið að smala hrossum og notaði við það ljóskastara á bifreiðinni. Hann skildi hana eftir í gangi meðan á smalamennskunni stóð en þegar hann var að ganga aftur að henni blossaði eldurinn upp og hún varð alelda á svipstundu.
Málið er í rannsókn.
Þá var tilkynnt um mikinn reyk í stigahúsi í umdæminu. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist ástæðan vera sú að sígarettuglóð hafði fallið í pappírshrúgu á gólfi og kviknað í henni. Húsráðandi var búinn að slökkva í hrúgunni þegar slökkviliðið kom á vettvang, en reykræsta þurfti íbúðina.