6 Október 2020 15:50
Á fundi almannavarna áðan kom fram að sóttvarnalæknir hyggst leggja til við heilbrigðisráðherra að teknar verði upp hertari aðgerðir í baráttuni við Covid-19 og er viðbúið að af því berist frekari fréttir þegar líður á daginn. Þó má geta þess að á fundinum í dag kom fram að mælst verður til þess að 2 metra reglan verði aftur í heiðri höfð og að fólk hugi enn og aftur að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Um hertari aðgerðir var fyrst og fremst verið að vísa til höfuðborgarsvæðisins enda hafa fjölmörg smit verið að greinast þar undanfarna daga. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru jafnframt hvattir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausa og að vinna heiman frá sér, ef þeir eiga þess kost. Sömuleiðis er hvatt til þess að einn frá hverju heimili annist innkaup, en með því komast fleiri að í verslunum hverju sinni. Ráðgert er að hertar reglur muni gilda næsta hálfa mánuðinn. Ljóst þykir að allskonar starfsemi muni skerðast, en ennfremur var þess óskað sérstaklega að hittingum af öllu tagi verði slegið á frest.