Ísland er fámennt land og öruggur staður til að búa á. Hér eins og annars staðar eru þó framin afbrot og er það eitt af hlutverkum lögreglu að skrá öll brot og tilkynningar svo hægt sé að fylgjast með þróun brota og störfum lögreglu.
Hér má finna samantekt af þeim tölfræðiupplýsingum sem lögreglan gefur út. Tölfræði fyrir landið í heild sinni er almennt unnin af embætti ríkislögreglustjóra en tölfræði sem á við ákveðið lögregluembætti er unnin af því embætti. Góð samvinna er á milli allra embætta með tilliti til vinnslu upplýsinga og leitast lögreglan fyrst og fremst við að upplýsingarnar séu sem áreiðanlegastar.
Nú er reglubundin útgáfa á tölfræði aðallega hjá embætti ríkislögreglustjóra og embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar er um að ræða:
Afbrotatíðindi (mánaðarlega)
Afbrotatölfræði (árlega)
Grunaðir/kærðir einstaklingar (annað hvort ár)