Lögreglan á Norðurlandi eystra Nánar

Helstu ferðamannastaðir eru:
Vaglaskógur, Goðafoss, Mývatnssveit með Kröflusvæðið, Leirhnjúk, Hverarönd og Baðlónið. Jökulsárgljúfur, þ.m.t Dettifoss, Hólmatungur, Hljóðaklettar, Vesturdalur, Ásbyrgi og Kelduhverfið. Eyjafjörðurinn allur, þ.m.t. Látraströnd og svæðið milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, Fjörður og Flateyjardalur þar sem eru vinsælar gönguleiðir.

Leyningshólar innst í Eyjafirði eru vinsælir til útivistar frá fornu fari. Þá eru Hrísey og svo utan fjarða, eyjan Grímsey, mjög vinsælir ferðamannastaðir.  Einnig má nefna Flatey á Skjálfanda.

Vinsælir bæir eru Siglufjörður, Húsavík, Ólafsfjörður og Dalvík með hvalaskoðun, ferðaþjónustu og alls kyns afþreyingu bæði til vetrar- og sumardvalar. Má þar nefna Síldarminjasafnið á Siglufirði og Hvalasafnið á Húsavík. Góð íþróttaaðstaða er í flestum þéttbýlisstöðunum.

Á Akureyri er vaxandi ferðamannaþjónusta árið um kring. Þar vegur þyngst vetraríþróttamiðstöðin í Hlíðarfjalli og menningarhúsið Hof með föjlbreytta dagskrá auk annarrar afþreyingar. Þar er fjöldi góðra veitingahúsa og margt fleira.

Meðal áhugaverðra staða má nefna Kópasker með Skjálftasetur, Raufarhöfn með Heimskautagerðið, Þórshöfn með Þistilfjörðinn og Langanesið, Bakkafjörð með mjög fallegt landsvæði til útivistar og gönguferða sem og Bakkaflóann allan og er þá fátt eitt talið.

Þá er hálendi umdæmisins eitt það vinsælasta til ferðalaga á landinu. Meðal helstu staða sem draga að sér fjölda ferðamanna hvert ár má nefna Öskju og Drekagil, Herðubreiðarlindir og Ódáðahraun og hálendið vestan við Öskju og upp frá Bárðardal og Mývatnssveit. Upp af Eyjafirði er m.a. Laugafell sem tengist með vegslóðum við Sprengisandsleið, geysifallegt landsvæði sem vinsælt er að aka um. Reikna má með að hálendi umdæmisins verði enn vinsælla ferðamannasvæði á næstu árum vegna gossins í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls.

Undirstöðuatvinnugreinar eru sem fyrr fiskvinnsla og landbúnaður. Nokkur iðnaður er á Akureyri og ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein í flestum þéttbýliskjörnum umdæmisins.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2800 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Norðurlandi eystra Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
This message is only visible to admins.
Problem displaying Facebook posts.
Error: The access token could not be decrypted
Type: OAuthException

LÖGREGLAN Á Instagram