Netsvindl – Ósk um millifærslu frá stjórnanda fyrirtækis
Okkur hafa borist tilkynningar um að verið sé að reyna að svindla á íslenskum fyrirtækjum.
Svindlið kemur fram eins og stjórnandi í fyrirtækinu sé að óska eftir millifrærslu strax á erlendan banka. Skilaboðin er á íslensku og eru þokkalega stafsett. Það er eins og viðkomandi sé að senda þau úr síma. Þó er viðmælandi greinilega ekki íslenskur: „Þessi greiðsla er fyrir kerfi dreifing. Ég mun senda þér heill heimildasö…fnun þessari viku.“
Ef vel er gáð þá eru skilaboðin ekki úr síma heldur fara í gegn um Yandex og óskað er eftir greiðslu til Rabobank. Bæði Yandex og Rabobank eru eðlileg fyrirtæki en það er verið að nota sér þjónustu þeirra til svindlsins. Þó að þetta séu milliliðirnir sem notaðir eru í dag þá er ekki útlokað að aðrir bankar eða netfyrirtæki séu notuð.
Verði því á varðbergi fyrir þess konar og sambærilegu netsvindli.