Almennt séð segir í lögreglusamþykktum að virða skuli næturfrið, en sannarlega mætti velta fyrir sér hvort að byggingarvinna eins og þú lýsir falli undir það. Sé þetta að gerast er þér að sjálfsögðu velkomið að láta okkur vita og þá reynum við að skoða málið. Þess ber þó að geta að almennt sinnum við ekki hávaðaútköllum sem berast vegna mála sem eiga sér stað fyrir miðnætti. Að sama skapi fylgist heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga með því hvort að gætt sé að ákvæðum heilbrigðisreglugerða, t.d. hvað varðar byggingarvinnu. Það gæti því einnig verið gott að láta sveitarfélagið vita, en þá er ef til vill hægt að gera aðfinnslur við þetta.
Posted in: Hávaði