Í lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík segir:
„Vörubifreiðum sem eru 4 tonn að leyfðri heildarþyngd eða meira og fólksflutningabifreiðum sem flytja mega 10 farþega eða fleiri má ekki leggja í götum eða almennum bifreiðastæðum nema þau séu til þess ætluð. Bann þetta gildir einnig um hvers konar vinnuvélar og dráttarvélar án tillits til þunga þeirra. Borgarstjórn getur veitt undanþágu frá banni þessu og skal þá afmarka og merkja sérstaklega þá staði þar sem undanþága hefur verið veitt.“
Því er um að gera að tilkynna slíkt til okkar í 112, en þá reynum við að skoða málið, sé þess nokkur kostur.
Varðandi brunahana er óleyfilegt, skv. umferðarlögum að leggja við slíka hana, nánar tiltekið 2. mgr. 28. gr.
Umferðarlögin má finna hérna.
Lögreglusamþykktina má finna hérna.
Posted in: Umferðarmál