Samkvæmt lögunum er unnt að leggja nálgunarbann á þann sem ástæða er til að ætla að muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði annars manns. Í slíku banni felst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæði eða setja sig með öðru móti í samband við þann sem verndaður er af banninu. Ef fólk vill kanna hvort að grundvöllur sé fyrir slíku banni þarf viðkomandi að leita til lögreglu, sem metur málið og sendir síðan til dómstóla, sem úrskurða um kröfu lögreglu.
Ef þú vilt geturðu kynnt þér lögin sem fjalla um þetta úrræði. Þau má finna hérna.
Posted in: Ýmislegt