Já, það gilda sérreglur um strætó og hópferðabifreiðar hvað þetta varðar. Í 18. grein umferðarlaga segir:
„Ökumaður, sem í þéttbýli nálgast biðstöð þar sem hópbifreið hefur numið staðar, skal, ef ökumaður hennar hefur gefið merki um að hann ætli að fara af stað, draga úr hraða og, ef nauðsyn ber til, nema staðar þannig að hópbifreiðin geti ekið frá biðstöðinni. Ökumaður hópbifreiðarinnar skal eftir sem áður hafa sérstaka aðgát til að draga úr hætti.“
Þannig hafa strætisvagnar ákveðinn forgang hvað þetta varðar. Það segir þó alls ekki að þeir geti hreinlega ekið af stað án þess að gæta sérstaklega að sér og leggja þannig aðra í hættu.
Posted in: Umferðarmál