Stutta svarið er: Nei – það að brugga áfengi er ekki löglegt nema að viðkomandi hafi til þess sérstakt leyfi. En – fyrst er ef til vill gott að skoða hvað flokkast undir áfengi. Í 2. grein áfengislaga, lögum nr. 75/1998 segir:
„Samkvæmt lögum þessum telst áfengi hver sá neysluhæfur vökvi sem í er að rúmmáli meira en 2,23% af hreinum vínanda.“
En í 6. grein sömu laga segir að:
„Með framleiðslu áfengis er átt við hvers konar bruggun, gerjun eða eimingu áfengra drykkja, sem og blöndun eða átöppun eins og fleiri áfengra drykkja. Til framleiðslu í þessum skilningi telst þó ekki blöndun áfengra drykkja sem á sér stað samtímis og sem hluti af veitingu áfengis.“
Þannig er það í raun alveg ljóst að framleiðsla áfengis er leyfisskyld, hvort sem um ræðir lítið eða mikið magn, svo lengi sem að áfengismagn í vökvanum fer yfir 2,25% af hreinum vínanda.
Posted in: Ýmislegt