Það er ekki bannað ef aðstæður krefjast þess.
„Í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi má nota þokuljós í stað eða ásamt lágum ljósgeisla. Hjálparljós má eigi nota til annars en þau eru ætluð.“
Hins vegar ber að nefna að afturþokuljós eru eingöngu ætluð til notkunar utanbæjar, í skertu skyggni og má aldrei nota innanbæjar.
Svo, til að flækja málin enn frekar, þá eru einnig komnir á markað bílar sem eru útbúnir „hliðarbeygjuljósum“ sem eru tengd þannig að á þeim kviknar þegar stefnuljós eru sett á. Slíkur ljósabúnaður er leyfilegur skv. reglugerð. Athuga ber að þessi ljós lýsa upp vegöxl, en ekki fram á veginn.
Posted in: Umferðarmál