Þessu er erfitt að svara í stuttu máli svo nægjanlegt sé þar sem þetta eru flókin mál og einstök í eðli sínu.
Hvergi er í lögum talað um andlegt ofbeldi. Erfitt er að skilgreina andlegt ofbeldi, enda getur það verið allt frá því að vera andstyggilegheit yfir í að vera hreinar og beinar hótanir. Andstyggilegheit eru ekki lögbrot, en hótanir eru það. Þannig er andlegt ofbeldi ekki til í lögum, en það sem oft er kallað andlegt ofbeldi getur engu að síður verið lögbrot. Hvaða sannanir er hægt að nota í hverju og einu skipti er mjög mismunandi og fer algerlega eftir hverju máli.
Posted in: Ýmislegt